Sagan

IceCom ehf var stofnað af Davíð Áskelssyni og Jóhanni Sigurþórssyni í byrjun árs 1997 og er enn í þeirra eigu. Davíð og Jóhann hafa marþætta faglega þekkingu og reynslu á sviði rafeinda- og rafmagnsfræði.

IceCom hefur frá upphafi verið til húsa að Lyngási í Garðabæ og hefur alla tíð einbeitt sér að fjarskipta- og tölvu netlausnum fyrir tölvukerfi eða til sjónvarpsdreifingar. Fyrirtækið býður upp á þráðlaus netkerfi fyrir heimili, heilbrigðiskerfið, skólakerfið, stóriðjur, vöruhús og verslanir.

IceCom hefur flutt inn og selt tölvunetbúnað frá þekktum framleiðendum.

IceCom hefur þjónustað fyrirtæki og stofnanir um allt land þar sem þörf er á sérhæfðum lausnum í fjarskiptum.