Skilmálar

Almennt

IceCom ehf – kt. 5401022440-  vsk. 73409

Öll verð í vefverslun IceCom eru birt með fyrirvara um villur. Verð geta breyst án fyrirvara og IceCom áskilur sér rétt til að hætta við pantanir vegna rangra verðaupplýsingar.

Afhending vöru

Hægt er að sækja vöru eða fá senda með Íslandpósti.

Ef vara er sótt liggur hún frammi í afgreiðslu IceCom að Lyngási 10 Garðabæ á afgreiðslutíma fyrirtækisins. Kaupandi fær senda tilkynningu um að vara sé tilbúin til afgreiðslu eða komin til Póstsins. Afhending vöru ræðst af þjónustu Póstsins á hverjum stað fyrir sig. Viðskiptaskilmála Póstsins má finna á vefsvæði fyrirtækisins.

Sendingarkostaður er greiddur af viðtakanda.

Icecom mun eftir bestu getu virða Uppgefinn afhedingartíma en ef að varan sem keypt er sé ekki til á lager, sé sú raunin þá mun varan vera afhend eftir samkomulagi.

Seljandi ber enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi.

Skilafrestur

Kaupandi hefur 7 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Tíminn miðast frá því er vara er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með.

Gölluð vara

Sé vara gölluð er viðskiptavin boðin ný vara í staðinn og greiðir IceCom allan kostnað sem gæti komið upp við sendingu.

Netverð

Vinsamlegast athugið að verð í vefverslun geta breyst án fyrirvara. Tilboð í vefverslun gilda í sumum tilfellum eingöngu í vefverslun. Með sama hætti gilda tilboð í verslun IceCom ekki alltaf í vefverslun.

Skattar og gjöld

Öll verð í vefverslun eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

IceCom býður viðskiptavinum sínum að greiða fyrir vörur með greiðslukortum í vefverslun í gegnum örugga greiðslusíðu hjá Korta.

Örugg greiðslusíða er vefsíða þar sem greiðsla á sér stað í vottuðu og dulkóðuðu umhverfi Korta ehf. Korthafi flyst af vefverslun söluaðila á Öruggu greiðslusíðuna til að ganga frá greiðslu.

Notkun á persónuupplýsingum

Sölukerfi varðveita ekki persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila.

Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað.